Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, september 23, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég held bara það sé kominn svolítill föstudagspúki í mig. það var svosem löngu tímabært, því lunginn af þessum föstudegi er nú þegar horfinn inn í myrkur fortíðarinnar, rétt eins og allir mínir dagar fram að þessu.
hvert fóru þau eiginlega, öll þessi horfnu augnablik og stundir sem liðu hjá eins og voldugt fljót? maðurinn má sín víst lítils í straumþunga tímans. syndir bara örvilnaður á móti straumnum meðan dagarnir fossa af hengju líðandi stundar og niður í hyldýpi hins liðna.
einn daginn gefst maður svo upp á svamlinu leyfir fossinum að taka sig.

jájá. úr föstudagsfiðringnum yfir í niðurdrepandi tilvistarpælingar um tíma og vatn.
gott hjá þer Guðlaugur.

reynum aftur:
föstudagur í dag og ég er fráleitt þreyttur á svamlinu.

-- Skreif Gulli kl.14:13 -- 0 Komment