Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, september 13, 2005

0 Comments:

Post a Comment

já ég er bara í vinnunni. engin breyting á mínu lífi frá síðustu færslu ef frá eru talin hækkun á kollvikum og sljóvgun augna. jú, og svo er ég byrjaður í skólanum aftur.

Steinn er farinn til amríku. það hefur svosem ekki haft mikil áhrif á gang mála hjá mér, enda héngum við lítið saman síðasta hálfa árið, báðir með kærustu og svona.

samt er eins og eitthvað vanti. það er eins og fjarvera steins hafi myndað holrúm í hversdagsleikann, sem nógu var tómlegur fyrir. glufu í fylkinu, gæti maður gæti maður kallað það.. holrúmið, sko.. er ég að gera mig skiljanlegan?

lífið er tómlegt, vildi ég segja.

því þakka ég guði fyrir Hjört frænda, sem kom yfir sæinn um daginn.
Hann á kærustu þannig að við eigum örugglega ekki eftir að hanga neitt mikið saman, sambýlismennirnir.

eða hvað?

-- Skreif Gulli kl.12:59 -- 0 Komment