Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, september 16, 2005

0 Comments:

Post a Comment

jújú. lífið heldur áfram að ganga sinn einhæfa vanagang. gengur bara fram í hið óendanlega, án þess nokkurntíma að gera hlé á för sinni til að líta um öxl eða renna upp buxnaklaufinni.
ég hef einsett mér að binda endi á þennan lífsins göngutúr þótt það verði mitt síðasta verk.
en þangað til gengur lífið bara sinn vanagang.
bolinn Guttormur lauk sinni ævi í morgun þegar starfsmenn Húsdýragarðsins sörguðu af honum höfuðið með gamalli sög. erfið og tímafrek aflífun, að sögn viðstaddra. en maður kemur í manns stað, ef þannig má að orði komast, því stuttu áður en Guttormur geyspaði golunni út um blóðugan strjúpan inni í myrkvuðu fjósi Húsdýragarðsins leit lítill drengur dagsins ljós í fyrsta sinnið. enginn annar en frumburður söngkonunnar íðilfögru Britney Spears.
já, íslenska þjóðin má vera þakklát fyrir að ekki ómerkari aðilli skuli hafa tekið við keflinu af honum Guttormi. við skulum vona að þessi ungi drengur feti í fótspor forvera síns og gerist kindilberi skapgæsku og æðruleysis.
þá er okkur borgið.

-- Skreif Gulli kl.14:53 -- 0 Komment