Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, október 05, 2005

0 Comments:

Post a Comment

fölleit októbersólin varpar bláhvítri birtu yfir blauta Snorrabrautina. ferskan haustilm leggur að vitum mér inn um opinn glugga á lítilli skrifstofu. ég þarf að klára nokkrar blaðsíður til viðbótar áður en ég fer í skólann en einbeitingin loðir enhvernveginn ekki við mig. jú, nú sökkvi ég mér í þetta. klukkutími til viðbótar og svo dríf ég mig vestureftir.

þegar heltaka mig einbeitingarskortur eða þreyta finn ég mig stundum knúinn til að vafra ofurlítið um internetið. læt ég þá brimrót alheimsvefsins bera mig strönd af strönd, krækju af krækju þar mig rekur að landi á einhverri hnittinni bloggsíðu, skemmtilegu vefmyndasafni eða jafnvel fallegri klámsíðu.

hér er áhugaverð færsla úr blogginu hans Hauks sem ég fann á einni af mínum ferðum um veraldarvefinn. Haukur þessi er vinur Óskars nokkurs Guðlaugssonar. muniði ekki eftir honum? ég og Hugleikur heimsóttum stundum Hauk þegar við lékum okkur við Óskar, hérna í denn. Haukur og Óskar hafa líka föndrað saman þessa skemmtilegu netsíðu.

-- Skreif Gulli kl.11:10 -- 0 Komment