Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 14, 2005

0 Comments:

Post a Comment

æææ, ég á í mestu erfiðleikum með að klára núðlurnar mínar, sterkustu núðlur sem ég hef á ævinni smakkað. mig svíður í varirnar og er kominn með heiftarlegt nefrennsli, svo svitna ég allur og skelf eins og fangi í Abu Ghraib, og það inni í minni hlýju og þægilegu skrifstofu hér á Skúlagötunni.

föstudagur í dag og ég hef ekki hugmynd hvað skuli gera af því tilefni. Þormóður ráðlagði mér að hvíla mig og safna orku fyrir laugardaginn. þá á víst að vera nóg að gerast; afmælisdagurinn hans Þorra og útgáfutónleikar Jeff Who og gleðiefni af öllum sortum.

en nú verð ég að fá mér dísætt kaffi til að slá á kverkasviðann

-- Skreif Gulli kl.13:43 -- 0 Komment