Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, október 13, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég svaf voðalega lítið í nótt. bylti mér mestan hluta nætur, hvorki vakandi né sofandi og í þau skipti sem ég festi svefn dreymdi mig Adolf Hitler og rofin meyjarhöft, vaknaði því sífellt með andfælum eða síkhælum og hélt svo áfram þar sem frá var horfið í byltum og hálfsvefni. ég var náttúrulega ógó þreyttur þegar ég vaknaði í morgun og bölvaði örlögum mínum, Hitler heitnum og pakkinu á Brunamálastofnun. hagl hraut úr svefnþrútnum augum mínum.

en hvað um það. þreytan rjátlaðist af mér með morgninum og hér er ég staddur á vinnustofu minni, raulandi lítinn lagstúf um forboðnar ástir og sanna vináttu. lag og texti eftir sjálfan mig.

bara lítil dæmisaga um það hvernig vandamálin leysast stundum að sjálfu sér.
takk og bless

-- Skreif Gulli kl.11:52 -- 0 Komment