Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, október 20, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég var þá ekki í hærri metorðum en það, hjá íslenzkum akademíkerum. álit lærdómselítunnar á stúdent Guðlaugi var ekki meira en svo að þeir trúðu því véfangslaust að ég hefði vísvitandi reynt að svíkjast undan mínum skyldum. trúðu því að það hefði verið ætlun mín frá upphafi að sitja á skólabekk og njóta allra forréttinda háskólanemans án þess að greiða túskilding fyrir. traust þeirra á mér var þá ekki meira en það. hefði einhver þessarra háu herra gefið sér nokkrar sekúndur til að efast, hefði þetta aldrei gerst. hefði einhver hikað í litla stund og leift sér að draga ályktanir út frá reynslunni hefðu þær líklega orðið eitthvað á þessa leið: "hmm.. Guðlaugur hefur hingað til borgað sín gjöld á tilsettum tíma. hví skyldi hann ekki gera það nú? ætli hann hafi brugðið út af vananum, gerst óábyrgur og þjófóttur? gert skyssu? eða skyldi skyssan e.t.v. liggja okkar megin, í gloppóttu skrifræðiskerfi þessarar mölétnu stofnunar?". það skyldi þó ekki vera?
álit þeirra á mér var víst ekki meira en það. með vandlætingarsvip þurrkuðu þeir mig út af lista háskólanema og skrúfuðu fyrir aðgang minn að uglunni og öllum fróðleikshafsjó háskólanetsins.
Öll þau mín æfiár sem ég hef helgað þessari stofnun, hvers virði voru þau? hvers virði var það traust og sú þrælslundaða undirgefni sem ég hefi sýnt háskólanum í vilja og verki?
einskis virði krakkar, og mér var sparkað af menntaveginum eins og svindlara með hormottu.

-- Skreif Gulli kl.12:34 -- 0 Komment