Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 28, 2005

0 Comments:

Post a Comment

það getur verið huggulegt að sitja inni í hlýrri skrifstofu meðan stormurinn djöflast fyrir utan gluggann og húðar rúðuna með púðursnjó. væri ég skógarþröstur núna myndi ég ýfa fjaðrirnar og píra augun. kannski gogga í eitthvað lauslegt drasl á skrifstofuborðinu og klóra mér undir vængjunum.
öllu óhuggulegri er hinsvegar tilhugsunin um að hjóla heim á eftir í öskrandi frosthörkunni með níðþunga tösku á öxlinni. ég á allt eins von á því að fjúka eitthvert allt annað en heim til mín, enda er ferðinni heitið á Mokka í einn þokkalegan kaffibolla með hinni lokkaprúðu Tinnu, sem reyndar var að koma úr klippingu sem að hennar mati heppnaðist ekkert sérstaklega vel, hafi ég skilið hana rétt.

í dag hef ég hlustað á José González og Lisu Ekdahl í vinnunni og dólað mér við að færa leiðréttingar mínar yfir á tölvu. létt vinna og löðurmannleg en þreytandi til lengdar, eins og að reyta arfa eða stela eldspítustokk af fötluðum manni, eldspítu fyrir eldspítu.

ég missti af tíma í skólanum í dag því ég gleymdi strætópeningnum heima og þorði ekki að biðja bílstjórann að lána mér. hann hefði hvort eð er bara reiðst og hent mér út. í staðinn leit ég við á Snorrabrautinni og þáði kaffibolla af henni Jóhönnu sem hló af mér þegar ég rakst í borðshornið.

-- Skreif Gulli kl.16:03 -- 0 Komment