Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 21, 2005

0 Comments:

Post a Comment

jæja, ég hringdi nú bara upp í háskóla og lét einhverja konu heyra það. sendi henni nótu til sönnunar þess að ég hefði borgað rétta upphæð á réttum tíma og hún var auðvitað steinhissa yfir þessu öllu saman. leiðrétti þennan leiða misskilning með nokkrum slögum á lyklaborðið og þar með hafði ég endurheimt minn námsmannasess. þá get ég loks sagt skilið við flóttalegt augnaráð auðnuleysingjans og slapandi limaburð hins svívirta manns sem að vísu var farinn að klæða mig ágætlega. tími til kominn að snúa aftur til síns fyrri vana og horfa stoltur og upplitsdjarfur í augu samborgara sinna. nú stend ég teinréttur og fráneygur á lærðri grund og leyfi hlýjum gusti æðri mennta að leika um ljósa lokka mína. með hendur á mjöðm og hökuna í himinátt rugga ég mér mér í lendunum, kyrjandi minnisvísur og ættjarðarljóð á minni römmu móðurtungu.

-- Skreif Gulli kl.13:13 -- 0 Komment