Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, október 06, 2005

0 Comments:

Post a Comment

mannanafnanefnd ákvað í dag að gefa grænt ljós á nafnskrípið Eleonóra og í framhaldi af því sögðu allir í nefndinni starfi sínu lausu og hentu sér svo æpandi út um glugga mannanafnaskrifstofu sem til allrar hamingju er staðsett á jarðhæð.
frá þessu var sagt í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag, að vísu í óskreyttri og minna spennandi útgáfu, en þrátt fyrir það fangaði fréttin athygli kollega minna sem hristu þungbrýnd höfuð sín og fussuðu svo að brauðmylsnum rigndi yfir eldhúsborð Brunamálastofnunar. þetta er ekki nafn! hrópaði einn. allt leyfa þeir nú, þessir andskotar, muldraði annar. og svo er hérna opnuviðtal við þessa Eleonóru! hann benti kræklóttum fingri á viðtal sem Þormóður frændi minn tók við Eleanor Friedberg, söngkonu amerísku hljómsveitarinnar Fiery Furnaces, sem að sjálfsögðu kemur þessu máli ekkert við.
ég ákvað að þegja og beina athyglinni að sudoku-þraut Fréttablaðsins.

-- Skreif Gulli kl.14:30 -- 0 Komment