Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, október 25, 2005

0 Comments:

Post a Comment

My my, at Waterloo Napoleon did surrender
Oh yeah, and I have met my destiny in quite a similar way
Svo segir í Abba-laginu Waterloo sem nú um helgina var valið besta Evróvisjónlag allra tíma. Hina grípandi melódíu sömdu þeir félagar Benny og Björn en umboðsmaður hljómsveitarinnar, Stig Anderson, á heiðurinn af textanum þar sem smánarlegu tapi Napóleons í orrustunni við Waterloo er líkt við það þegar sögumaður lagsins, ung stúlka, lætur undan þrýstingi ágengs biðils og gefur sig honum á vald; ósigur sem flestar konur bíða einhvern tíma á lífsleiðinni.
Á sama hátt og Bretar og Þjóðverjar slátruðu hersveitum Napóleóns forðum, brýtur karlmaðurinn varnir stúlkunnar á bak aftur og fær að lokum sínu framgengt, stúlkunni til ómældrar gleði.
My my, I tried to hold you back but you were stronger
Oh yeah, and now it seems my only hope is giving up the fight
And how could I ever refuse
I feel like I win when I loose
Sjálfum þykir mér samlíkingin fremur ósmekkleg og lítið rómantísk en hún á vel við í þessari söngvakeppni því orrustuna við Waterloo má kalla lykilatburð í sögu Evrópu og eitthvað sem allir íbúar álfunnar eiga að kunna skil á. Textasmiðurinn færir því sameiginlega þekkingu evrópubúa sér í nyt og tekst þannig með lymskubrögðum að véla hinn upplýsta meirihluta til að kjósa lag sem í raun hefur ekkert til brunns að bera annað en ómerkilega vísun í mannskynssöguna.

Það er a.m.k. mín skýring á sigrinum.

-- Skreif Gulli kl.11:35 -- 0 Komment