Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, október 17, 2005

0 Comments:

Post a Comment

núna rétt áðan laut ég í lægra haldi í glímunni við hina áleitnu mánudagsþreytu og gaf mig lokkandi svefnbrögðum hennar á vald. en ég gáði ekki að því að svefninum fylgja draumar og á vígvelli draumanna stendur andinn berskjaldaður fyrir ásóknum myrkrahöfðingjans. dýrkeypt yfirsjón, er ég hræddur um. mig dreymdi nefnilega að ég væri að gera einhverskonar kaupsamning á netinu. ekki man ég um hvað kaupin snérust en minnir að það hafi eitthvað tengst persónuleika mínum og geðheilsu. um leið og ég ýtti á OK hnappinn til að staðfesta þessa vafasömu sölu fór allt að hringsnúast fyrir augunum á mér og ég vaknaði með ámátlegri stunu, liggjandi í kuðli á skrifstofustólnum. í svefnrofunum var ég þess fullviss að djöfulleg öfl hefðu vélað mig til að selja sál mína fyrir skít og kanil.

-- Skreif Gulli kl.15:56 -- 0 Komment