Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, nóvember 04, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég var yfirnáttúrulega þreyttur þegar ég vaknaði í morgun og ég skil ekki alveg af hverju. ætli það sé járnskortur? neeeiii, þú ert ekki kona á blæðingum Guðlaugur. þú ert hraustur karlmaður og þú þarft engin vítamín eða steinefni. slíkt sull er einungis fyrir aumingja og kellingar á túr. samt sem áður var ég fáránlega þreyttur. svo var ég eins og úldin tuska þegar ég kom upp í skóla, svefnþrútinn og með nefrennsli og rámur eins og kallinn sem talar fyrir Lækjarbrekkuauglýsingarnar -sem ég held að sé pabbi hans Ella í Jeff Who? en hvað um það. sifjinn lúrði á mér eins og persneskur köttur fram eftir morgni og Eiríkur Rögnvaldsson ýtti gleraugunum hærra á nefið og ræskti sig meðan dramatískar þagnir lögðu áherslu á orð hans. ég sat í fyrstu bísperrtur, starblíndi á kennarann og þóttist hlusta en brátt lagðist sljóvginn eins og myrkur yfir skilningarvitin. staðreyndirnar snéru sér á haus og dönsuðu um í bylgjandi skynvillu minnar óvirku athygli. ég rétti upp höndina og ætlaði að segja eitthvað gáfulegt en áttaði mig á því að stofan var tóm. ég var orðinn seinn í vinnuna. þegar ég kom á Skothúsveg sá ég að Þingholtin voru horfin undir jökul sem náði yfir hálfa ísilagða tjörnina. ég hætti mér út á ísinn á hjólinu mínu en hann brast og ég sökk ofan í hyldjúpt tjarnarvatnið og drukknaði þar.


-- Skreif Gulli kl.16:27 -- 0 Komment