Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, nóvember 11, 2005

0 Comments:

Post a Comment

hér er vísa sem ég samdi til Þormóðs frænda míns í tilefni af 25ára afmæli hans. það var í október.

Þó tíminn geri unga fólkið ellhrumt og ljótt
og nýjan dag á glugganum að niðadimmri nótt
þá hugðu ekki, Þormóður, að hryðjuverkum hans
því Bakkus hefur silkitær og býður þér í dans
í árdeginu rukkar hann svo uppsett gleðigjöld
Ætli einhver hreppi þig í kvöld?

Lundarþel þitt, Þormóður, er létt sem blikuský
og haustgrímunnar stjörnur spila himneskt sinfóní
er svífur þú um Þingholtin í svörtum leðurskóm
hlæjandi með sjálfum þér í blíðum tenórróm
og óseðjandi svamlar þú í ungmeyjanna fjöld
Ein af þeim mun njóta þín í kvöld

Tónlistin úr hjarta þínu er töfrandi og ljúf
bumbusláttur kitlandi og bassalína hrjúf
og lagsmíð þessi, Þormóður, er lykill flagarans
að tálarboði stúlkunnar og tárum unnustans
Aldrei munu holdið hemja æðri máttarvöld
Hver verður sú heppna í kvöld?

-- Skreif Gulli kl.14:44 -- 0 Komment