Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, nóvember 03, 2005

0 Comments:

Post a Comment

æ, já. á ég ekki bara að setja Joy Division á fóninn? þeir eru svo huggulegir eitthvað. Jakobínarína spilar í Stúdentakjallaranum í kvöld og ég er að spá í að kíkja. hvenær byrja þeir eiginlega? ég er ekki búinn í fimleikum fyrr en tíu. djöfull, hvað mig langar í bjór. ég verð aldrei kominn á kjallarann fyrr en hálf ellefu í fyrsta lagi. selurinn hefur mannsaugu og í mýrinni er þessi tjörn. þessi andskotans tjörn, og ég er ekki laus fyrr en tíu og mig langar alveg rosalega í bjór.
þeir eru bara börn. fimmtán ára pattar. varla að þeir fari að spila mjög seint.
er það nokkuð?

helvíti. ég get bara gleymt þessu.

-- Skreif Gulli kl.13:57 -- 0 Komment