Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, nóvember 15, 2005

0 Comments:

Post a Comment

undanfarna sunnudaga hef ég verið að æfa nokkur lög með nýrri hljómsveit. ég held hún heiti hjálparsveitin. hana skipa ég, Þorri, Þrándur og einhver Snorri sem ég kann engin frekari skil á, nema að þetta er kall á fimmtugsaldri með skegg og hann spilar á trommur. kannski var hann ágætur trommari einhverntíma í fyrndinni en í dag er hann ófær um að samræma hreyfingar handa og fóta. afleitur trymbill alveg. svo má ekki gleyma aðalnúmeri hljómsveitarinnar, honum Árna Hjartarsyni, pabba mínum. hann stofnaði bandið og hann semur öll lögin. við erum í raun bara strengjabrúður hans, verkfæri fyrir karlinn svo hann geti fengið útrás fyrir sína endalausu atorku og sköpunarþörf. ég held nú samt að allir hafi gaman af prójektinu. við fórum meira að segja í stúdíó í gær og tókum upp nokkur lög. ekki amalegur árangur það. pabbi ætlar nefnilega að gefa út plötu í tilefni þess að hljómsveitin er að verða þriggja vikna gömul. hálfgerð flippplata heyrist mér nú samt og svona til að bæta á flippið munum við senda eitt lag í evróvisjón. algjör grínari hann pabbi.
einusinni setti hann uppþottalög yfir allt stofuparketið og sat svo í sófanum og hló þegar ég og mamma komum heim og runnum á hausinn. svo þegar ég kom í heimsókn um daginn var hann búinn að hella fullt af skyri í rúmið hans Eldjárns og kveikja í öllum skólabókunum mínum. það fannst honum geðveikt fyndið.

-- Skreif Gulli kl.12:02 -- 0 Komment