Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, desember 01, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég vaknaði einhverntíma eldsnemma í morgun, á sama tíma og Obba sem þurfti að mæta í skólann. sjálfur hafði ég engum skyldum að gegna og á meðan hún raðaði syfjuð í skólatöskuna sína glamraði ég á gítarinn í brókunum einum klæða. þegar hún var horfin úr íbúðinni setti ég svo plötu á fóninn og eldaði mér hafragraut, rúsínulausan. þær kláruðust nefnilega í fyrradag og kaupmaðurinn á horninu opnar ekki fyrr en níu -þetta var eldsnemma sjáiði til, eins og ég sagði áðan. grauturinn varð því ekki eins góður og hann hefði getað orðið en mikið djöfulli var veðrið yndislegt í miðbænum, afsakið orðbragðið. stillt og hlýtt og allir í góðu skapi. stelpan sem ber út bóstinn brosti meira að segja og veifaði til mín. líklega fór hún eitthvað mannavillt því svo roðnaði hún og stakk höfðinu ofan í bréfapokan sinn áður en mér gafst færi á að heilsa. ég leit í einn kaffibolla á Tíu dropum með Þrándi og keypti mér svo jakkaföt í Rauða krossinum áður en ég kom hingað í tölvustofuna í Árnagarði til að læra.. kominn tími til.

-- Skreif Gulli kl.12:18 -- 0 Komment