Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, janúar 20, 2006

0 Comments:

Post a Comment

það er ekki bitlaust, þetta fólk sem ég þekki og getraunin mín stendur aldrei lengi óráðin. mikið er ég glaður. bitlaust? úps. ég ætlaði nú að segja vitlaust, v og b eru í nástöðu á lyklaborðinu, en bitlaust er sosum ágætt. andstæðan er þá skarpt. Ingunn er skörp. þessi færsla er henni til heiðurs, það eru hennar verðlaun.

ég ákvað að vinna heima í dag, allavega fyrir hádegið. sit hér í stofunni á Njálsgötunni og hlusta á Illinois diskinn hans Sufjans. búinn með tvo kaffibolla og dagurinn legst ekkert illa í mig. flöskudagurinn.

eyddi gærkvöldinu í að leika í myndbandi fyrir Jeff Who?, hljómsveitina hans Þorra sem ég btw stofnaði með honum fyrir langa löngu. þá vorum það bara við tveir, bólugrafnir draumóramenn vopnaðir björtum vonum og tónelsku. við leigðum lítið æfingarhúsæði í Mjölnisholtinu og héngum þar eftir skóla, svældum sígarettur og botnuðum gamla fendermagnarann minn. Þorri spilaði á gítarinn. ég á trommurnar.

svona breytast tímarnir. Þormóður hélt í rokk-drauminn en ég fékk áhuga á einhverju öðru. hætti að mæta á æfingar. og nú er hljómsveitin að verða heimsfræg og ég tel mig heppinn að fá að vera statisti í myndbandi með þeim. reyndar er ólíklegt að ég sjáist nokkuð í myndbandinu þegar það fer í sýningu. en hver veit.

góðar fréttir. Mímir, málgagn íslenskunema er loksins komið út eftir áralangt hlé. þetta er tvöföld útgáfa, svona til að bæta upp fyrir undangengið útgáfuleysi. núverandi ritstjórn vann nefnilega ekki aðeins það þrekvirki að blása lífi í deyjandi blað, heldur tókst henni í leiðinni að heimta úr helju eldri útgáfu af blaðinu sem lá fyrir dauðanum vegna metnaðarleysis einhverrar eldri ritstjórnar. húrra fyrir ritstjórninni! og húrra fyrir Svanhvíti og Tinnu! ég er hræddur um að án þeirra hefði útgáfan frestast um enn lengri tíma.

ríspekt

getraunin heldur áfram. hver skyldi þetta vera..?

-- Skreif Gulli kl.09:24 -- 0 Komment