Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, janúar 04, 2006

0 Comments:

Post a Comment

það er sagt að rétt áður en fólk deyr sjái það á einu augnabliki alla æfi sína þjóta hjá. um daginn fékk ég þá flugu í höfuðið að kannski væri ég að upplifa slíkt augnablik. ég væri aðalhlutverkið í hendings-endurminningu deyjandi manns sem aðeins getur endað á einn veg. veikt bergmál af mínu raunverulega sjálfi.
mér finnst það ekki ósennilegt.
ég var að vísu að koma úr fríi og e.t.v. hefur mengað stórborgarloft Kaupinhafnar eitthvað skekkt í mér rökhugsunina. en það er allt í lagi. glaður skal ég fórna öllu mínu hyggjuviti fyrir aðra sæluvist í þessari gleðiborg. eins og fjárhagurinn stendur núna sé ég ekki fram á að geta borgað með öðru.

ég ætla að nota tækifærið og óska öllum mínum vinum og kunningjum og skyldmennum gleðilegs nýs árs og farsældar og lukku á'ðí.

-- Skreif Gulli kl.18:11 -- 0 Komment