Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, janúar 10, 2006

0 Comments:

Post a Comment

ég er enginn andskotans afturhaldsdrjóli en ég er svona frekar íhaldssamur þegar kemur að tedrykkju. einungis svart te með mjólk og sykri handa mér takk. þannig hef ég drukkið það frá blautu barnsbeini og sé ekki ástæðu til að breyta því neitt.
samt hljóp í mig einhver ævintýramennska núna rétt áðan og ég blandaði mér te sem heitir Rosehip hibiscus, fjólublátt sull eitthvert sem ég bætti svo með sykri og mjólk.
mjólkin ysti og teið varð að ljósbleiku, kekkjóttu glundri sem ég er að reyna þræla ofan í mig í þessum skrifuðum orðum.
best að halda sig bara við Melroses

Hjörtur vann fyrstu kvikmyndagetraunina. þetta var að sjálfsögðu Jay Hernandez sem lék í hinni frábæru mynd Hostel. svo lék hann líka í Crazy Beautiful, en það var leiðinleg mynd.

hér er önnur, lauflétt..

-- Skreif Gulli kl.15:30 -- 0 Komment