Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, janúar 23, 2006

0 Comments:

Post a Comment

Tom Waits rymur lagið Alice inni í stofu. af samnefndri plötu, óhuggulegt og angurvært í senn. sérlega skemmtilegur diskur þykir mér og ég ætla að leifa honum að renna í gegn einu sinni enn. fer ekki að skipta um plötu upp úr þessu. dagurinn orðinn of grár fyrir bjartari tóna.

How does the ocean rock the boat?
How did the razor find my throat?

ég hef tekið eftir því að rakvélablöð koma iðulega fyrir í textum Tom Waits, enda vel til þess fallin að kreista fram hughrif. hversvegna að breyta því sem virkar? það sagði mamma alltaf. hún var mjög mótfallin því að rafmagnstóllinn yrði tekinn úr notkun á sínum tíma.

það var Halldóra sem loks tók af skarið og réði getraunina sem Hjörtur taldi sig of merkilegan til að ráða sjálfur. og þó vissi hann svarið, enda einn mesti Nirvana fan sem ég þekki. ég veit t.d. hann myndi glaður hafa mök við rotnandi leyfar Kurt Cobains ef það stæði til boða. það sagði hann mér sjálfur.
meiri viðbjóðurinn.

en það er komin ný getraun sem í þetta sinn ber nafnið barnunga selebið. hvaða stórstyrni skyldi lífið hafa hnoðað úr þessu efnilega deigi?

(í þessari færslu sagði ég ljótar lygasögur, eina um móður mína og eina um Hjört frænda minn. það var rangt af mér. meðfylgjandi mynd er því til marks um mína iðrun. hún er mín yfirbót)


-- Skreif Gulli kl.22:58 -- 0 Komment