Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, febrúar 23, 2006

0 Comments:

Post a Comment

þá er ég hér staddur, í Árnagarði, skítblankur með koffínskjálfta og bölva almættinu fyrir þær kvaðir sem það hefur á mig lagt. hvernig á ég að geta lært þegar ég á ekki fyrir húsaleigu eða mat í magann? hvernig get ég unnið fyrir mér þegar ég þarf að læra allan daginn?
mín eina von er að auðugt gáfumenni álpist inn á þessa síðu og beri skyn á gáfur mínar og ritfærni. bjóði mér síðan starf sem skáld við hirð sína gegn rausnarlegu gjaldi og skylirðislausri vináttu. það er gott að eiga ríka vini.
en þetta er víst óskhyggja. gleðisneiddur veruleikinn hefur kennt mér að næra sálina á draumórum, rétt eins og neiðin nöktu konunni að spinna.
ungur steig ég mín fyrstu feilspor í öngstræti kulnaðra vona og síðan þá hef ég oftsinnis sopið bragðdaufan hversdagsgráma Reykvíkingsins úr stropuðu eggi. það mun víst enginn uppgötva mig gegnum þessa síðu, enda fátítt að menn detti fram á ritvöllinn um þetta endaþarmsop skáldskapargyðjunnar sem bloggvettvangurinn er. þar að auki þurfa hirðskáld að vera bæði hagmælt og pródúktív. og ég er hvorugt.

eiginlega dauskammast ég mín fyrir að hafa látið mér detta þetta í hug og ég bið örlögin innilega afsökunar á tilætlunarseminni.

-- Skreif Gulli kl.13:02 -- 0 Komment