þriðjudagur, febrúar 07, 2006
0 Comments:
Post a Comment
þær eru stuttar, bloggfærslurnar mínar þessa dagana. stuttar og sneiddar allri fágun, orðskrúð og stílíseringu, enda hef ég ekki tíma fyrir slíkt dútl. ég þarf að koma bók í prentun, og það engri smáskruddu; 1500 blaðsíðna doðranti -námsbók fyrir verðandi slökkviliðsmenn- og klári ég það ekki í vikunni sitja íslendingar uppi með ólesið og vanhæft slökkvilið næstu árin. þið hljótið að sjá að ég get ekki sóað tímanum í ómerkilegt skraf á bloggið. mín vinna varðar öryggi þjóðarinnar!
en getraunin er akút. ný þannig.