Gundlungur bloggar heiminn
laugardagur, febrúar 25, 2006

0 Comments:

Post a Comment

á sunnudaginn vaknaði ég með duglega timburmenn og svarthol í stað minninga frá gærkveldinu. mig fýsti að vita hvað tímanum leið en varð þá starsýnt á beran úlnliðinn á sjálfum mér og áttaði mig á því eftir nokkurt gón að úrið mitt var horfið. "ég hef týnt því á Sirkús, þeirri skítugu syndaknæpu," æpti ég og steytti hnefa í átt til himins, "takmörkuð vitneskja á gangi tímans mun bitna á stundvísi minni og skipulagshæfileikum!".

og það var eins og við manninn mælt; tíminn sem fram að þessu hafði verið mér hliðhollur félagi í leik og starfi var skyndilega orðinn að óstýrlátu barni.
og ég á sífelldum þönum.

á hverjum morgni gegnum svefninn - klukkan hálf átta, stundvíslega - heyri ég týnda úrið pípa einhverstaðar í herberginu.
ætli það sé bergmál liðinna tíma?

-- Skreif Gulli kl.12:05 -- 0 Komment