fimmtudagur, mars 23, 2006
0 Comments:
Post a Comment
á hæðinni fyrir neðan mig býr ófríður táningspiltur með afleitan tónlistarsmekk og allt of öflugar græjur. þegar ég vakna á morgnana nötrar gólfið undan þessum óskapnaði sem hann hlustar á; og það er ekki þetta dæmigerða r&b eða rapp heldur einhver júrópopp-viðbjóður sem hann hlýtur að hafa fundið á
Pottþétt Reif disk frá árinu 94. nema það hafi verið gefinn út safndiskurinn
Worst of the 90s. svona tónlist spiluðu þeir í tívolíinu við höfnina á sínum tíma, feitu, bresku nauðgararnir, og stelpurnar í kraftgöllunum með landabrúsana leyfðu þeim að svívirða sig fyrir miða í klessubílana.
ég vermi mér við minningarnar.