Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, mars 16, 2006

0 Comments:

Post a Comment

sjónvarpsstöðin BBC sýndi um daginn þátt um það hvernig auka megi gáfur sínar. samkvæmt þáttastjórnendum er galdurinn fólginn í að taka strætó í vinnuna, baða sig með lokuð augu og tala við ókunnuga, bursta tennurnar með vinstri hendi og fara í göngutúr. þannig geta menn aukið greind sína um allt að 40 prósentustig.
ég ætla að byrja á því að finna mér vinnu og fara að hirða mig.

góðar fréttir úr bloggheiminum. móðir mín Hallgerður er aftur farin að blogga eftir nokkurt hlé. vonandi heldur hún því áfram um ókomna tíð.
svo er ný getraun.

hlustið á þetta himneska lag. þetta er rússneska hljómsveitin Lubé sem á hug minn allan um þessar mundir.

-- Skreif Gulli kl.10:50 -- 0 Komment