Gundlungur bloggar heiminn
sunnudagur, apríl 23, 2006

0 Comments:

Post a Comment

já. þeir koma og fara í sífellu, þessir kátu dagar, og ég veit ekki hvað það er að lifa sparsamlega; vaki um nætur og sef fram eftir degi. afmælisdagurinn var fljótur að sökkva í kviksyndi þess liðna, jafnvel afmæli Tótu frænku er horfið í þetta sama dý. það var í gær. og nú er ég kominn með þetta helvítis lag á heilann -það sem ég vísaði í hér í byrjun. hei, hvernig var annars fiskisúpan? fóruði á fyllerí? mér tókst að týna símanum mínum í Gróttu og gat ekki haft samband við neinn. þurfti meira að segja að fletta upp númerinu hjá kærustunni því maður man þessar tölur ekki stundinni lengur.
svoneretta.

-- Skreif Gulli kl.17:12 -- 0 Komment