fimmtudagur, apríl 27, 2006
0 Comments:
Post a Comment
nei nei nei! hvað var ég að hugsa eiginlega. hann er líklega ekki til í þessum heimi, sá maður sem fær ráðið getraunina hér að neðan. þessa í síðustu færslu. a.m.k. ekki alla þrjá liði hennar. nema kannski ef mamma og pabbi sameinuðust í eina vitund. einn gaur. móðir mín þekkir nefnilega hafsjó af kvæðum og pabbi hefur staðgóða þekkingu á vísindasögunni. saman gætu þau sigrað heiminn!
hvað er ég að segja.
þau sigra heimin á hverjum degi, þau gömlu, með óendanlegri þekkingu sinni og hyggjuviti.
og hér sit ég; skilgetið afkvæmi þessara ofurmenna og get ekki kúkað út úr mér einni ómerkilegri ritgerð.