Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, júní 23, 2006

0 Comments:

Post a Comment

ég fann grein á heimspeki.hi.is sem ber nafnið 'Hvað gerðist á undan miklahvelli?'. ég gerði mér því vonir um að fá loks endanlegt svar við þessari spurningu því hún hefur ásótt mig lengi. stundum vakna ég jafnvel á nóttunni, rís upp við dogg og spyr sjálfan mig stundarhátt: ef allt er háð lögmálinu um orsök og afleiðingu, hvað olli því þá að heimurinn varð til?
skilyrt viðbrögð Þorbjargar við þessu áreiti eru að bylta sér og umla. orsök og afleiðing - sjáiði til.

en svarið í greininni er þetta:
Eitthvað sem 'bara gerist' þarf ekki í rauninni að brjóta gegn lögmálum eðlisfræðinnar. Skyndileg og orsakalaus tilkoma einhvers getur átt sér stað innan sviðs vísindalögmála, þegar búið er að taka skammtalögmál með í reikninginn.

eða með öðrum orðum: það bara gerðist.. skammtafræðin, þið vitið.

skammtafræðin getur sumsé útskýrt þetta allt því hún krefst hvorki orsakar né afleiðingar. þar bara gerast hlutirnir og ekki orð um það meir.

vegir drottins eru órannsakanlegir, segja prestarnir.
skammtafræðin, sjáiði til, segja eðlisfræðingarnir.

-- Skreif Gulli kl.16:22 -- 0 Komment