Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, júní 07, 2006

0 Comments:

Post a Comment

hvaða hvaða, hér hefur ekkert gerst síðan í apríl! það hefur nú margt breyst frá þeim tíma get ég sagt ykkur. ég er t.d. búinn að eignast nýjan frænda og farinn að vinna í Háskólanum við vélræna greiningu á forníslensku.
það væri gaman ef ég gæti sagt ykkur að ég hefði tekið mig til og klárað BA verkefnið mitt, en sú er ekki raunin og ég er enginn lygari. þessvegna læt ég það ógert í bili, enda held ég að enginn hafi búist við slíkum fréttum.
það er ágætt. þá veld ég ekki vonbrigðum.

rétt áðan sendi ég eftirfarandi tölvupóst á konurnar í nemendaskrá Háskólans:

Góðan dag.

Samkvæmt bókhaldi nemendaskrár ætti ég að útskrifast úr Háskólanum í næsta mánuði, en nú er öllum ljóst að svo mun ekki verða. LÍN hefur snúið við mér bakinu og á meðan heimsins lánadrottnar auðsýna mér hvorki miskunn né skilning verður ritgerðin að víkja fyrir arðbærri störfum. Húsaleigan borgar sig ekki sjálf.
En ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að ég geti klárað þessa blessuðu ritgerð einhverntíma í sumar. Því bið ég ykkur að fresta brautskráningu minni fram í október, sé þess einhver kostur.
Það væri æði.

Kær kveðja,
Guðlaugur Jón Árnason.


u.þ.b. sekúndu síðar fékk ég sjálfvirkt skeyti þess efnis að skilaboðin hefðu verið meðtekin og yfirfarin. ég skyldi fylgjast með breytingum á netsíðu minni.
það kalla ég vélræna greiningu.

að lokum er hér myndband með herra Hasselhoff, svona til að bæta fyrir færsluleysi síðustu vikna. hann er svo skemmtilegur, hann Hasselhoff.

-- Skreif Gulli kl.11:21 -- 0 Komment