Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, ágúst 30, 2006

0 Comments:

Post a Comment

síðustu daga hef ég reynt að birta hér færslur en þær virðast ekki skila sér á bloggið. sökkva bara niður í hafsjó tapaðra gagna á veraldarvefnum. þetta hyldýpi upplýsinga sem mannlegt auga fær aldrei lesið.
ég hef reynt að hrósa Eyrúnu fyrir getgáfur sínar, en hún giskaði réttilega á Brian Austin Green úr Beverly Hills þáttunum í síðustu getraun. ótrúleg slembilukka þar á ferðinni.
ég hef reynt að setja með í færslurnar myndir af Brian þessum, þá og nú. þetta er mín síðasta tilraun til þess, svo þið skuluð biðja til guðs að það gangi núna.. annars.. ef þið eruð að lesa þetta, hlýtur það að hafa tekist. til hamingju.
ég hef líka reynt að tilkynna næstu getraun, því nú er komið nýtt andlit í gluggann. getraunagluggann, eins og ég kalla hann.
þetta er einhver fræðimaður. pabbi þekkir hann, ef ég þekki pabba minn rétt. en ef ég þekki ekki pabba minn, þá þekkir hann heldur ekki manninn á myndinni, þó svo að annað þurfi ekki að merkja hitt, samkvæmt reglum rökfræðinnar.

..hver haldið þið að þetta sé?

-- Skreif Gulli kl.15:27 -- 0 Komment