Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, ágúst 01, 2006

0 Comments:

Post a Comment

Svona er það, krakkar mínir. Hjörtur, sá gáfaði gumi, var með þetta allt saman á hreinu. þetta var kanínan sem prýddi umbúðir Trix morgunkornsins hér forðum - og gerir reyndar enn, bara í örlítið breyttri mynd og ekki hér á Íslandi, a.m.k. ekki að mér vitandi - en ef einhver veit um búð sem selur þetta morgunkorn í dag má sá hinn sami endilega láta mig vita. mig langar svolítið í Trix þessa dagana.

það var mismunandi ávaxtabragð af kúlunum man ég.

en Hjörtur er sigurvegari dagsins í dag. þeir eru ekki fleiri enn sem komið er, en tékkið á þessari pöddu sem nú er spurt um. hvað heitir hún eiginlega?
ég vil fá íslenskt nafn... komiði með íslenskt nafn á pödduna!

-- Skreif Gulli kl.16:00 -- 0 Komment