Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, ágúst 25, 2006

0 Comments:

Post a Comment

við meigum ekki tala í vinnunni. sumarpróf, skiljiði. klukkan níu fyllist tölvustofan af einbeittum aftaníossum sem tóku ekki prófin sín með hinum krökkunum og okkur er gert að halda kjafti meðan þessar boðflennur ljúka sér af inni á skrifstofunni okkar.
í fyrradag sat fyrir framan mig rauðbirkinn sláni sem ég er viss um að hafi verið með mér á barnaheimili fyrir sirka 24 árum; Jón Örn. í þá daga var hann óþekkur og skítugur og með eindæmum orðljótur. við vorum góðir vinir, ég, hann og Guðjón, sem ég þekki enn í dag.
það var skrítið að sjá hann svona allt í einu, tuttugu og fjórum árum síðar, en ég þorði ekki að kynna mig. hann var náttúrulega að taka próf og hefði auk þess örugglega ekki þekkt mig.
svona er nú fortíðin skrítið fyrirbæri. ég hugsa að hún sé hin nýja framtíð. fyrir mér er gærdagurinn að minnsta kosti hinn eini sanni morgundagur, og dagarnir sameinast í vini mínum, honum Jóni Erni.

-- Skreif Gulli kl.11:09 -- 0 Komment