Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, september 06, 2006

0 Comments:

Post a Comment

hvað skyldi nú vera að frétta af honum Guðlaugi kunningja/vini/frænda mínum?

kannski hafa einhverjir hugsað eitthvað á þessa leið síðustu daga og kannski voru einhverjir að hugsa þetta, nákvæmlega þetta, rétt áður en þeir skelltu sér inn á bloggsíðu mína til að fá greinagóð svör við þeirri áleitnu spurningu, og svörin er að finna hér, kunningjar mínir, vinir og frændur/frænkur, sanniði til.

þegar þetta er skrifað sit ég einn heima í eldhúsinu á Njálsgötu og rýni í vélrænt orðflokkagreinda Sturlungasögu. mitt starf felst í að leiðrétta allar þær skyssur sem tölvan gerir í veikri von um að hana megi skilyrða svo hún hætti þeirri hvimleiðu hegðun -sumsé að gera villur. villur ei meir! æpi ég og hræki á skjáinn minn og hristi músina mína. þegar ég hef lokið þessu verki vonast ég til að mannleg orðflokkagreining heyri sögunni til og - ef allt gengur að óskum - að málfræðingar allir sem einn verði óþarfir og atvinnulausir. svívirtir og fyrirlitnir. krossfestir af lýðnum líkt og kristur forðum.

..enda hef ég unnið við þetta í nokkra mánuði og er aðeins farið að leiðast.

-- Skreif Gulli kl.21:11 -- 0 Komment