þriðjudagur, október 31, 2006
0 Comments:
Post a Comment
það er kalt í Árnagarði. kalt og nöturlegt. ég sit í tölvuverinu, einn, og náhvítur skjábjarminn nístir augun. frostið lekur inn um rifaða glugga og sleikir á mér tærnar. mig langar heim á Njálsgötuna í hlýjuna. þar get ég líka lært undir glaðlegri tónlist, kveikt á kertum og hitað mér kaffi í expressó könnu.
hvað í andskotanum er ég að gera hér?