Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, október 16, 2006

0 Comments:

Post a Comment

ó, jú. aftur og enn tókst Hirti frænda mínum að sigra í hinni erfiðu blogggetraun. í þetta sinn var hann svo snöggur að fæstum hafði gefist ráðrúm til að átta sig á spurningunni þegar rétt svar barst frá honum inn á kommenterinn. sumir vissu jafnvel ekki að hér væri nokkur getraun í gangi, og ég veit fyrir víst að til er fólk sem hefur aldrei heyrt af þessari bloggsíðu, hvað þá meira.. hefur jafnvel aldrei séð tölvu eða komist í snertingu við nokkuð sem kalla má manngerða vöru.
aldrei lifað.
en Hjörtur vann og hlýtur að launum ást og virðingu frænda síns og eiganda þessa bloggs, sem að vísu hefur ávallt bæði elskað hann og virt. þannig má halda því fram að líf hans taki í raun engum breytingum í kjölfar sigursins.
en það kemur ekki að sök.
mig grunar nefnilega að Hjörtur hafi fengið nóg af minni ást og virðingu gegnum tíðina. jafnvel meira en nóg. eiginlega held ég að hann hafi fyrir löngu fengið sig fullsaddan af mér og minni tilfinningasemi; af minni vonleysis-frændrómantík, eins og hann kallar það.
en hefur hann fengið nóg af því að fá nóg, hlýt ég þá að spyrja. skyldi hann nokkurntíma hafa fengið nóg af nægjunni sjálfri? ég leyfi mér að efast um það, enda trúi ég ekki að efnisheimurinn búi yfir því magni sem þarf til að fullnægja svo sérhverri nægjuþörf nokkurs manns að hann vilji aldrei fá nóg af nokkru aftur.
hvað þá hugheimurinn.

-- Skreif Gulli kl.15:17 -- 0 Komment