Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, október 04, 2006

0 Comments:

Post a Comment

á klístruðum brúnum hlandskálanna í Árnagarði hanga skapahár í hundraðavís, nýdottin af hreðjum hinna bjartsýnu menntamanna sem fljóta þar um ganga einsog maurar í búi. að kveldi bera þessar skálar sýnilegust merki um eril liðins dags og eftir því sem nemendum fjölgar verða þær loðnari um barmana.

ég er viss um að með örfáum vísindalegum athugunum og útreikningum megi finna samsvörun milli fjölda nemenda í Árnagarði hvern dag og samanlagðs fjölda skapahára á hlandskálabrúnunum að kveldi.

ég læt einhverjum öðrum eftir að kanna það. sjálfur er ég upptekin við nám.

-- Skreif Gulli kl.11:57 -- 0 Komment