Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, nóvember 02, 2006

0 Comments:

Post a Comment

beint á móti mér á bókhlöðunni situr strákur með þykk gleraugu og heyrnatól. það fer ekki framhjá neinum sem hér situr að hann er að hlusta á brúðarmarsinn, á hæsta styrk.
kannski ætlar hann að biðja um hönd bestu vinkonu sinnar á eftir og er að koma sér í fílínginn.
'þú hefur stuðning minn, félagi', langar mig að segja og klappa honum á öxlina, en það myndi líklega slá hann út af laginu. ég held hann hafi mjög viðkvæma sál og ég er næstum viss um að hann sé einbirni, þó þetta tvennt þurfi alls ekki að fara saman.
þvert á móti.

-- Skreif Gulli kl.19:06 -- 0 Komment