Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, nóvember 27, 2006

0 Comments:

Post a Comment

Ég er staddur í kjallara Sörlaskjóls númer 6, í lítilli herbergiskytru sem forðum var mitt einkaafdrep en hýsir í dag gamlar barna- og ljóðabækur í þúsundavís, skrifborð og lítinn trékoll. Hingað kom ég fyrir rúmri viku, skipti um fyrir-löngu-sprungið öryggi og gerði við bilað perustæði, hækkaði í ofnum og stakk fartölvu í rykfallna innstungu. Þvínæst tyllti ég mér á kollinn, bar fingur að lyklaborðinu og hóf að hugsa af þvílíkum fítónskrafti að augu mín flóðu í tárum og tennurnar hrukku úr gómnum. Í næsta nágrenni tóku hundar að góla. Börn orguðu og húsmæður signdu sig. Fullorðnir karlmenn fórnuðu höndum, bölvuðu og hræktu og í skattholum heldri manna skrölti júdasargullið svo nísti syndugar sálir þeirra.
Síðan skall á með stormi. Í rúma viku geysaði þessi stormur, ýmist fyrir utan gluggann eða inni í mér og nú er ég staddur í kjallaranum á Sörlaskjóli og fingurnir vofa yfir lyklaborðinu. Augun flóða í tárum.

Úti góla hundar.

-- Skreif Gulli kl.17:03 -- 0 Komment