Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, janúar 19, 2007

0 Comments:

Post a Comment

föstudagur. einn af þessum snjóhvítu, heiðskíru dögum sem af einhverjum ástæðum blása í glæður gamalla minninga svo upp blossar nostalgíubál í sálinni og skyndilega er ég fimm ára í annað sinn, hangandi í kápufaldi móður minnar sem dregur mig um götur borgarinnar eins og snjóþotu, dúðaðan í rauðum snjógalla með heimskulegt bros á vör og hor niður á höku, og í örskotsstund er eins og þunga hversdagsins sé létt af buguðum andanum. Ég stekk á fætur, uppveðraður yfir þessum innri veðrabrigðum og hlæ stundarhátt en uppsker aðeins rannsakandi augngotur þjáningasystkina minna á bókhlöðunni. ritgerðin glottir til mín gegnum tölvuskjáinn. í hennar svarta kápufaldi mun ég hanga fram eftir nóttu meðan vinir mínir hlæja á barnum.

-- Skreif Gulli kl.14:45 -- 0 Komment