Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, mars 15, 2007

2 Comments:

Ég er efstur í vinalistanum hjá þér.. þýðir það að ég er bestur? meir að segja betri en Obba!?

manstu gulli, manstu?

By Blogger Spartakus, at 16. mars 2007 kl. 09:05  

ég man.

þessvegna ertu efstur

By Blogger gulli, at 16. mars 2007 kl. 09:14  

Post a Comment

svo lærir sem lifir, kvakaði grunnskólakennarinn minn gamli í sífellu og sló á fingur barnungra nemenda sinna með fínlegu bambuspriki þegar þeir seildust í töskur sínar eftir ótímabærri næringu, kjökrandi af hungri.
þetta er alveg satt hjá henni, hugsaði ég. Sá sem lifir og hrærist í henni veröld kemst víst ekki hjá því að læra eitthvað nýtt, svo að segja á hverjum degi!

síðan eru liðin tuttugu ár og hverja einustu stund hefur skólakerfið gert mér óbærilega með ritgerðum og heimaverkefnum, prófum og fyrirlestrum. ég sé fram á að bölsótast sveittur yfir heimalærdómi næstu ár, þangað til ég hrekk upp af einn daginn úr innantómum leiðindum.

svo lærði sem lifði, gæti þá staðið á legsteininum.

-- Skreif Gulli kl.13:31 -- 2 Komment