Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, apríl 16, 2007

2 Comments:

gott plan. þá fyrst hættir þessi blekkingarleikur

By Blogger Hrafnhildur, at 17. apríl 2007 kl. 09:12  

akkúrat. ég kann ekki önnur ráð

By Blogger gulli, at 17. apríl 2007 kl. 14:51  

Post a Comment

ég vaknaði í morgun með höfuðið þungt af kvefpest. ég fann fyrir örlitlum hita og beinverkjum en sólin skein svo fagurlega inn um gluggann minn að ég ákvað samt sem áður að ganga á bókhlöðuna.

það kom á daginn að hlýtt morgunskinið í stofunni var aðeins tálmynd af varma sem ekki var til staðar hinu megin glerrúðunnar.

húfu og trefilslaus anaði ég út í frostið og höfuð mitt var stórum þyngra þegar ég kom á bókasafnið, blautur af svita og um leið skjálfandi af kulda, með sultardropa niður á höku.

ég þarf að flytja sem fyrst í gluggalaust hús.

-- Skreif Gulli kl.18:33 -- 2 Komment