Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, apríl 03, 2007

4 Comments:

*plöggplöggplög* Er þá ekki sjálfsagt að skella sér á tónleika á laugardagskvöldið í Hallgrímskirkju í Saurbæ og sjá kallinn flytja passíusálmana þar sem þeir voru samdir? *plöggplöggplögg*

http://bp1.blogger.com/_bmWABMKtvMg/Rf8NBjE-CtI/AAAAAAAAAA4/-uLjGCufiC4/s1600-h/+MegasTonl+2007+copy2.jpg

By Blogger Svanhvít, at 4. apríl 2007 kl. 12:47  

jú, það er víst ekki vit í öðru

By Blogger gulli, at 4. apríl 2007 kl. 12:51  

annað væri í sjálfu sér helber heimska.

By Anonymous Sigga kollegi, at 4. apríl 2007 kl. 20:27  

Tónleika í Saurbæ??? Nei takk! Verður ekki saurugur kúkahúmorinn allsráðandi þar?
Á

By Anonymous Nafnlaus, at 11. apríl 2007 kl. 09:21  

Post a Comment

og pósturinn gengur í gulum jakka,
með grænan hálsklút og í rauðum frakka
og ansar þegar ég spyr hvort hann eigi krakka:
jú, eitt barn á dag, brúnt á litinn!

þarna náði skáldskapur Megasar sínum hæstu hæðum, sagði pabbi þegar þessar línur náðu eyrum okkar og við flugum um öræfi landsins á skínandi Wolksvagen. Blindgötudiskurinn í botni í nýja geislaspilaranum. það vottaði fyrir kaldhæðnislegri fyrirlitningu í röddinni. pabbi er ekki hrifinn af kúka-húmor og hefur til dæmis margsinnis tjáð mér þá skoðun sína að textinn við Stuðmannalagið 'út í veður og vind' skemmi annars ágæta melódíu.

samt sem áður er Megas í miklu uppáhaldi hjá honum, sem verður að teljast skrítið með tilliti til áðurnefndrar andúðar hans á þeirri tegund húmors sem ég vil kalla eitt aðaleinkenni texta Megasar.

-- Skreif Gulli kl.20:29 -- 4 Komment