Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, maí 03, 2007

9 Comments:

Þetta er hann pabbi minn, Geir Rögnvaldsson framhaldsskólakennari. Stærfræðikennari, til að vera nákvæmari.

Hann hefur þennan stranga svip sem þykir einkenna talnaglöggt fólk og kennara.

By Anonymous Nafnlaus, at 4. maí 2007 kl. 14:31  

ha? nei.. eða..

þú ættir reyndar að vita það betur en ég, en ég held þetta sé ekki pabbi þinn.

þú ert eitthvað að ruglast.

það er kannski út af svipnum, en hann er einnig að finna í andlitum einstaka málfræðinga

By Blogger gulli, at 4. maí 2007 kl. 14:59  

það er rétt, pabbi er dökkhærður.
Svona ruglast maður stundum...

By Anonymous Nafnlaus, at 5. maí 2007 kl. 13:16  

Nú get ég ekki lært fyrr en ég veit hver þessi maður er. Páll Pamplicher Pálsson?

By Blogger Tinnuli, at 6. maí 2007 kl. 09:54  

Baldur Jónsson! Málfræðingur með meiru, dósent ég veit ekki hvað og hvað. Hah, núna skuldar þú mér aldeilis bjór!

By Blogger Tinnuli, at 6. maí 2007 kl. 09:58  

ja hvur andskotinn, og fjórum mínútum áður hafðir þú ekki hugmynd!

hvernig fórstu nú að þessu?

By Blogger gulli, at 6. maí 2007 kl. 19:32  

Það má segja að ég hafi fallið í nokkurs konar leiðslu sem leiddi svarið fram fyrir augu mér. Ég hef þessa dulrænu hæfileika, en reyni helst að ræða þá ekki við nokkurn mann, af ótta við öfund og ofsóknir. Ég veit þó að þú skilur mig enda ert þú af kyni Svarfdælinga og eru þeir fjölkunnugir.

By Blogger Tinnuli, at 6. maí 2007 kl. 21:28  

jú, það er rétt. þó er ekki laust við að ég öfundi þig aðeins og meira en líklegt að þú þurfir að þola af mér örlitla ofsókn.

..mjög litla ofsókn

By Blogger gulli, at 7. maí 2007 kl. 14:15  

mei-ra, mei-ra!

By Blogger Svanhvít, at 9. maí 2007 kl. 21:51  

Post a Comment


ja hérna hér. hvur í skrattanum er nú þetta?

-- Skreif Gulli kl.18:28 -- 9 Komment