Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, maí 17, 2007

6 Comments:

Fallegt ljóð.
Gangi þér nú vel.

By Blogger Unknown, at 18. maí 2007 kl. 09:32  

þó síðasta ljóð hafi vissulega verið dulítið vibbalegt þá held ég að fáir geti þrætt fyrir skemmtanagildi þess.
halldóra

By Anonymous Nafnlaus, at 21. maí 2007 kl. 12:00  

helvíti er gott að heyra það. ég hélt að allir hefðu bara bölvað mér í hljóði og ákveðið að koma aldrei aftur inn á þessa síðu.

By Blogger gulli, at 24. maí 2007 kl. 18:23  

Ég var í morgunteboði heima hjá Árna, pabba þínum áðan... Ansi hreint fínt... Það vantaði samt einsog einn Gulla.

By Blogger Tinna Kirsuber, at 27. maí 2007 kl. 13:31  

heyrðu gulli jól. ertu ekki búinn með þetta litla verkefni þitt. við pési vorum nefnilega að spá í að fara að koma smá hita í trampolín æfingar við fyrsta besta. +bjór og tilheyrandi að sjálfsögðu. láttu nú heyra í þér guðlaugur

kv.fimleikabogga

By Blogger Vilborg, at 30. maí 2007 kl. 09:55  

hvernig gengur?

By Blogger Erla Elíasdóttir, at 1. júní 2007 kl. 01:32  

Post a Comment

jæja, þá er maður sestur að í lítilli herbergiskytru á Sörlaskjólinu, staðráðinn í að færa sig ekki spönn frá rassi fyrr en eitt stykki BA verkefni hrekkur fullklárað út úr prentaranum.

fyrst ég er farinn að blogga langar mig til að biðjast afsökunar á þessu ósmekklega ljóði í síðustu færslu. færslan sú er skrifuð klukkan að verða sjö á föstudegi eftir langa vinnuviku, og skemmst frá því að segja að á slíkum stundum virðist allt fyndið. ég sé það auðvitað núna að þessi kveðskapur er alls ekkert sniðugur og ég dauðskammast mín. ég get lofað ykkur því að á þessari stundu er ég að húðskamma sjálfan mig, ekki upphátt að vísu - slíkt gerir enginn heilvita maður - heldur í hljóði, svo að einungis ég sjálfur heyri skammirnar. bölvaður fábjálfi getur þú verið Guðlaugur, bergmálar inni í mér, að henda gaman að heilunarmætti tímans! hve oft hafa ekki læknandi hendur hans hjálpað þér á fætur, þegar þú kiknaðir undan harmaþunga hversdagsins?

svona þruma ég yfir hausamótunum á sjálfum mér þar til ég fæ kökk í hálsinn og fer að kjökra, einn inni í herbergi á Sörlaskjólinu.

af titrandi vörum
hljóðvana andvörp
stíga til himins

í augunum
þegjandi vonleysi
dauðvona barns

-- Skreif Gulli kl.23:20 -- 6 Komment