Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, júní 29, 2007

3 Comments:

snilldarlega sagt

By Blogger Unknown, at 2. júlí 2007 kl. 10:27  

ég er ein af þessum hlægjandi, sólbrenndu með myglaða brauðið, þú getur þó huggað þig við líffræðileg tengsl þín við Reykjavíkurtjörn(það er mig).

By Blogger disadisus, at 3. júlí 2007 kl. 15:58  

De forsömte forår, de kommer aldrig tilbage...

By Blogger Svanhvít, at 10. júlí 2007 kl. 11:58  

Post a Comment

norðankulið varð loks að hlýrri golu. sólin kom undan skýjunum og kerfill og skriðsóley hertóku fallega garðinn á Njálsgötu 3. á sama tíma hreiðraði Guðlaugur um sig í loftlausri kennslustofu í Árnagarði, lygndi aftur augunum og strauk sveittum fingrum yfir skítugt lyklaborð. hugsaði mannlegu samfélagi þegjandi þörfina fyrir að skikka hann til sálarslítandi verka meðan endurnar á tjörninni átu brauð úr höndum hlæjandi barna.

hef ég þá gengið hann til góðs, þennan einbreiða menntaveg, þegar handan hans bíða aðeins eymdarstundir yfir illa skrifuðum texta?
lífsgleðin handan glerrúðunnar óaðgengileg mínum líkum.

-- Skreif Gulli kl.14:04 -- 3 Komment