Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, september 21, 2007

4 Comments:

jeminn eini.
á hvaða vinnustað ertu eiginlega?

By Anonymous Nafnlaus, at 21. september 2007 kl. 23:51  

en ekki skil ég hví þú notar einfaldlega ekki bara gmail addressuna sem þú getur hér að neðan. Það er plássið nær óendanlegt og möguleikarnir líka...

By Blogger Fjalsi, at 24. september 2007 kl. 09:00  

það er rétt hjá þér, enda geri ég það. það fylgdi bara póstfang og ftp gagnapláss með Hive-áskriftinni okkar Obbu og það kemur sér mjög vel.

vandamálið felst hinsvegar í þessum töpuðu gögnum og póstföngum. ég veit t.d. ekki hvort kollegi minn einn hefur reynt að hafa samband við mig, né get ég haft samband við hann því ég hef ekki póstfangið hans.

hið sama á við um frænku mína í Ástralíu og og marga fleiri.

By Blogger gulli, at 24. september 2007 kl. 15:01  

Margt er manna bölið

By Blogger Svanhvít, at 26. september 2007 kl. 22:56  

Post a Comment

eftirfarandi tölvupóstur er til vitnis um vandamálin sem fylgja því að skipta um póstfang, en þó fyrst og fremst um það hvað mér leiðist í vinnunni.

Góðan dag.

Fyrir skemmstu sótti ég um laust starf ***** sem auglýst var á heimasíðu ykkar. Umsóknina sendi ég úr póstfanginu gudlaa@hi.is en það er pósthólf sem Háskóli Íslands úthlutaði mér á sínum tíma af gæsku sinni og greiðvikni.

Ég hef notið góðs af þessari þjónustu í mörg ár, enda varð háskólapósthólfið mér fljótt sem annað heimili; afdrep mitt og áningarstaður í heimi tölvuvæddra samskipta.

En lukkan sveik mig. Ráðamönnum innan Háskólans fannst víst fráleitt að sólunda dýrmætu netplássi í einn útskrifaðan íslenskufræðing sem ekki lengur sótti þar nám eða borgaði skólagjöld. Í skjóli næturs fóru þeir háu herrar því á stjá og lokuðu fyrir aðgang minn að Háskólanetinu. Og ég -hamingjusamlega grunlaus um mannvonsku þeirra sem valdið hafa- sit skyndilega uppi slippur og snauður. Get hvorki sent né tekið við tölvupósti, hvað þá meira!

Ég fann mér að vísu ódýrt pláss hér hjá öðlingunum í Hive, en það er bæði lítið og óþægilegt. Auk þess týndust með háskólaplássinu póstföng allra þeirra sem ég hef átt samskipti við gegnum tíðina. Það sem ég átti áður er nú sokkið í hafsjó tapaðra gagna.

Það tilkynnist því hér með að til þess að svara umsókn minni(hvort sem það er til að ráða mig til starfa eða neita mér um vinnu) þarf að senda á póstfangið gundur[að]hive.is.
Einnig er hægt að svara þessu skeyti.

Kær kveðja,
Guðlaugur Jón Árnason
íslenskufræðingur

-- Skreif Gulli kl.16:16 -- 4 Komment