Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, október 17, 2007

0 Comments:

Post a Comment

ég hef engu gleymt þó að ég tali ekki um það, vælir Pálmi Gunnarsson á undan og á eftir hverju myndskeiði á mbl.is, mér til ómældrar ánægju. lagið er svo skemmtilegt að ég hef aldrei veitt því athygli hvað verið er að auglýsa, enda skiptir það ekki máli. ekkert skiptir mig máli framar. fyrir mér er hin líðandi stund aðeins fánýtt hjóm; deyjandi glóð þess báls sem eitt sinn brann í funheitum, dansandi logum og himnarnir sungu:

svo hvar er sakleysið, ég spyr.
hví varstu' ekki kyrr?

-- Skreif Gulli kl.15:22 -- 0 Komment