Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, október 22, 2007

0 Comments:

Post a Comment

hvað var að sjá? þar sem ég stóð fyrir framan spegilinn í morgun og dáðist að eigin fríðleik var eins og glitraði á tár, rétt neðan við hægra augað. ég hélt um stund að harmaþungi heimsins hefði undið það úr vitum mínum í nótt, en til allrar hamingju reyndist það vera silfurlitt glitkorn, efalaust úr fórum spúsu minnar. ég sópaði því burt með sigggrónum fingurgómi og strauk mér um svera kjálkana. sírena vældi ofan af lögreglubíl í fjarska.

-- Skreif Gulli kl.14:46 -- 0 Komment