Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, nóvember 14, 2007

12 Comments:

ég veit ekki hver maðurinn er, eric roberts? en ég var númer 32001, djöfullinn.

By Anonymous Nafnlaus, at 14. nóvember 2007 kl. 19:17  

amm þetta var halldóra

By Blogger dora wonder, at 14. nóvember 2007 kl. 19:17  

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

By Blogger dora wonder, at 14. nóvember 2007 kl. 19:17  

nei, ekki var það Eric Roberts.
góð ágiskun engu að síður.

koma svo!

By Blogger gulli, at 15. nóvember 2007 kl. 12:04  

þetta er eitthvað þjóðverjafífl... fótboltamaður ábyggilega...
en ég ætla bara að segja Ármann Kr. Ólafsson, þó ég viti að þetta sé nú ekki hann

Hjössi

By Blogger Fjalsi, at 15. nóvember 2007 kl. 14:22  

Þetta er einhver bölvaður útlendingur, eflaust íþróttamaður líka, en einhvernveginn detta mér bara Þráinn skóari og gamli leigusalinn minn (sem ég er viss um að séu bræður) í hug...

By Blogger Erla Elíasdóttir, at 15. nóvember 2007 kl. 15:29  

æji, ekki var það Ármann Kr. og ekki var það Þráinn skóari og líklega ekki gamli leigusalinn hennar Erlu.

góð gisk samt, því öll gisk eru góð gisk (og aldrei aftur munuð þið sjá mig rita orðskrípið gisk hér á þessa síðu og sei sei nei).

By Blogger gulli, at 16. nóvember 2007 kl. 01:56  

..og svei og já já ha og díngalíng!

By Blogger gulli, at 16. nóvember 2007 kl. 02:01  

Árinn! Ég veit alveg hver þetta er en ég man ómögulega hvað hann heitir... Örugglega Goran e-ð. Maður gæti svosum fundið útúr því á íþróttasíðu mbl.is, en ég nenni því bara ekki. Hann var nýverið í fréttunum, var að gera e-ð nýtt og sniðugt tengt fimleikum eða handbolta.

Vona að þú hafir það annars gott ljúfurinn. Knús!

By Blogger Tinna Kirsuber, at 16. nóvember 2007 kl. 09:23  

Jú, þetta er kórrétt hjá Tinnu! maðurinn heitir Goran Micic og er víst mikill íþróttakappi, fótbolta- og vaxtarræktarkall.

Tinna minnuga vonkona vinnur!

Húrra!

By Blogger gulli, at 16. nóvember 2007 kl. 12:54  

Ja, nú er ég svo aldeilis! Eru verðlaun?

By Blogger Tinna Kirsuber, at 16. nóvember 2007 kl. 13:02  

já. kaffibolli heima hjá mér.

By Blogger gulli, at 20. nóvember 2007 kl. 12:53  

Post a Comment

þegar þetta er skrifað vantar aðeins eina heimsókn upp á að 32þúsund manns hafi heimsótt þetta blogg. það er kannski ekki mikið ef miðað er við aðrar bloggsíður, en helvíti góður árangur, þykir mér, sé tekið tillit til þess að ég er bæði leiðinlegur og vinafár, orðljótur, fámáll og illa skrifandi.

á þessum tímamótum langar mig til að benda aðdáendum mínum á þessa fallegu boli sem hægt er að kaupa fyrir slikk. ágóðinn held ég að renni óskiptur til þýskra tölvuþrjóta og áhugamanna um holræsi þar í landi (gulli þýðir víst ræsi á þýsku).

að lokum er hér örlítil gáta fyrir þá sem hafa gaman af slíku: maðurinn á myndinni er svolítið eins og smeðjuleg útgáfa af leikaranum geðþekka David Duchovny sem allir ættu að þekkja, en hver er maðurinn?

-- Skreif Gulli kl.14:46 -- 12 Komment